Ég las grein í sunnudagsmogganum undir þessari yfirskrift. Hún segir frá sextugri íslenskri konu sem er komin með uppí kok af íslenskri rútínu. Hún tók því ákvörðun að breyta til og er búin að kaupa sér hús í einhverju smáþorpi í Kína. Í byrjun hljómaði þetta pínulítið eins og það að alltaf skal maður halda að grasið sé grænna hinum megin en eftur lestur greinarinnar er skoðun mín önnur. Hún hefur undirbúið þetta allt saman alveg ótrúlega vel. Hún er einstæðingur og hefur ráðið sér kínverskan aðstoðarmann sem mun aðstoða hana í fyrstu að koma sér inn í kínverskt samfélagið.
Hún ætlar heldur ekki að sitja auðum höndum því hún er búin að ná sér í kennsluréttindi og stofna dansstúdíó og ætlar að kenna Kínverjum ensku og dans.
Merkilegt svona fólk. Að ætla bara einn daginn að verða kínversk eftir góða hálfa öld "í kuldanum".
Finnst greinar í þessum dúr alveg ótrúlega skemmtilegar og lumar sunnudagsmogginn yfirleitt á einni slíkri.
þriðjudagur, janúar 15, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Mér fannst líka svo skemmtilegt að hún hafi sagst vera komin "heim" þegar hún kom þangað út og ætlaði sér ekki að flytja aftur til Íslands. Hefði kannski haldið að hún myndi halda þeim möguleika opnum en hún var staðráðin í þessu. Góð týpa!!!
Nákvæmlega.
Hugrökk.....
kv.anna
Skrifa ummæli