.......... þeim er slétt sama þó að önnur buxnaskálmin séu ofan í gúmmístígvélinu að aftan.
.......... það þykir ekkert að þvi að vera berfættur, úti í matvöruverslun, ef þvi er að skipta. Ef þeir nenna ekki í skó þá fara þeir bara hjólandi á tásunum og öðrum þykir það heldur ekkert sérstaklega athyglisvert.
.......... þeir smyrja sér nesti og þurfa því ekki að nöldra og tuða yfir að hafa eytt peningum í vondar samlokum fullar af óhollustu.
.......... þeir nasla á grænum baunum og beleave me! eftir að ég fór að kaupa mér grænar baunir í poka í stað sælgætis þá finnst mér það ekkert svo vont.
......... þeir halda oft kökukvöld og bara alls kyns kvöld á eftir íþróttaæfingum þannig að íþróttaiðkunin snúist um annað og meira en að svitna.
......... við teljum þá á eftir okkur Íslendingum í einu og öllu en þeir hneykslast af lífsgæðakapphlaupi og vinnugeðveiki Íslendinga. Spurning um hver er á eftir hverjum?
.......... barnið sem sótt er á leikskólann eftir kl. 4 á daginn má þakka fyrir ef annað bekkjasystkini er enn að bíða líka.
......... þeir stunda líkamsrækt um leið og þeir koma sér á milli staða.
.......... þeir borða rúgbrauð í öll mál og eru því jafn vanir vindgangi eins og við rokinu heima.
.......... þeir borða lífrænt og hollt.
........... þeir láta í sér heyra ef þeir eru ósáttir.
........og eru overhoved alveg ótrúlega þolinmóðir og tillitsamir gagnvart innflytjendum eins og okkur.
fimmtudagur, janúar 31, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
6 ummæli:
Snilld! Snillingur og snilldarlegt samfélag í Dene...
Hlakka til að sjá þetta eftir örfáar vikur!
Knús,
GB sem keyrir alltaf allt, borðar ekki baunir berfætt en sækir börnin sín alltaf fyrir kl. 16 og neitar að taka þátt í veraldlega kapphlaupinu - myndi alveg skíttapa hvort sem er- en sigra þá bara á öðrum sviðum hmmmm hehe.
Já það er sorglegt að við þurfum að flytja til annara landa til að komast að öllu brjálæðinu hér á landi.En við erum fekar klikkuð og áhrifagjörn og alltaf í kapphlaupi.kveðja ma
Já þetta er svo satt...en eina sem ég hef að segja gegn dönum er allt óþarfa röflið og afskiptasemin... eins og t.d. í strætó, eða í röð að kassa...
Maður hefur sko lent í þeim! :)
En já það er óþolandi öll þessi keppni hér heima, allir vilja eiga allt!
Mikið er ég sammála þér Anna. Það er fáránlegt að þurfa að fara til Kaupmannahafnar til að fatta að maður hefur verið á 110 þegar maður getu vel gert hlutina á 50. Meiraðsegja án þess að eiga ALLT líka:)
En ég er líka sammála Björgu, gleymi ekki brjóstagjafarkaffihúsinu, NB: EINA kaffihúsið sem er í lagi að gefa á brjóst, og reglufasistanum sem blundar í Dananum.
Annars dásamlegt land.. haaha!
Já en það sem mér finnst skemmtilegast hér það er þetta að það er öllum sama um það hvernig þú ert, þannig séð. Daman sem færi berfætt út í bónus yrði líklegast lögð inn á Klepp daginn eftir.... Tökum við lífinu ekki bara aðeins of alvarlega þarna á Íslandinu góða???
akg
Nei sko, það er bara í Bónus á Nesinu, enda búið að loka honum! Við í Firðinum mætum í formi fuglahræða í búðina og erum sjúklega happý með það!! :)
Vaaá, stuðlar, höfuðstafur og allur pakkinn! Kannski vill e-r botna! Hahahaha:) Sorrý, föstudagur í minni!
Kveðja, Helga Lú
Skrifa ummæli