Við erum búnar að kemba helstu skvísuverslanirnar og nóg er af þeim hér í bæ. Amman er búin að dressa sig upp á útsölunum og ég fengið smá fyrir minn snúð. Svo hötum við ekki að setjast á kaffihús og fá okkur kaffi og meðí og því hafa nokkur slík verið styrkt. Ættarhöfðinginn heitinn hefur svo sannarlega kennt okkur hvernig á að njóta góðra stunda og eins og flestir nautnarseggir vita er það aldrei gert betur en með kaffisopa og einhverju sykruðu með.
Það er því hægt að segja að þessi síðasta önn okkar hér í Danaveldi byrji með meiri krafti en áður hvað góða gesti varðar og stefnir allt í frábæra mánuði í feiknagóðum félagsskap.
1 ummæli:
á ekki að fara að setja inn nýjar myndir? ;)
Skrifa ummæli