Eiginmaðurinn segir að ég sé haldin valkvíða en ég er náttúrulega engan veginn tilbúin að taka því. Vandamálið er bara það að það eru svo margir góðir kostir í boði og kannski bara langar manni að velja þá alla.... ok kannski smá valkvíði.
Núna er ég t.d búin að ákveða hvað ég ætla að fara að gera næsta vetur þ.e ef mér verður hleypt að en get hins vegar ekki alveg ákveðið hvort það verður kostur a eða b.
Eftir að hafa velt þessu fyrir mér í gott ár ætla ég að sækja um í MBA námi háskólanna. Skólarnir sem í fyrstu virðast keimlíkir eru ekkert svo líkir þegar maður grandskoðar námið. HR er fancy spancy - með markaðsfræðina á hreinu og reynir með öllu móti að selja manni námið með flottum orðum, útlenskum hot shot gestakennurum og frábærri þjónustu við nemendur. Ég hringi og fæ svo góðar mótttökur í símanum að mér finnst bara næstum eins og viðkomandi sé að biðja mig um að taka þátt í þess með þeim. Það væri náttúrulega geðveikt að fá að upplifa háskólastemmningu á allt öðru stigi en ég hef áður kynnst (sem sagt ekki steingervingastigi) og ég veit að HR er málið hvað það varðar. HÍ er akademískari með eldri prófessorum sem kenna fræðin kannski á annan hátt og bandarísku og bresku ræðusnillingarnir. Hins vegar fær HÍ líka mikið hól fyrir MBA nám sitt. Útskrifaðir nemar gefa náminu góða einkun og segja námið tengjast vel íslensku atvinnulífi.
Svo er annað HR kennir aðra hverja helgi en HÍ alltaf á mán og fimmtudagskvöldum. Það hentar kannski betur að hafa fasta virka daga frekar en að taka helgarnar í tíma fyrir utan lærdóm og annað slíkt. Þá sér í lagi þar sem maður á tvo litla maura sem maður ætlar ekki að fórna fyrir frekara nám.
Þetta verður allt að smella.
Hafið þið einhver góð ráð handa mér - svona áður en ég sendi umsóknina frá mér???????
mánudagur, janúar 21, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
10 ummæli:
Frábært hjá þér!!!! Þeir verða heppnir að fá þig með í hópinn ;) Geri ráð fyrir að hvort tveggja hafi sína kosti og galla en ég held samt að ég myndi velja HÍ :)
kv.
Lilja
Hí 1 stig - HR 0 stig.
Takk fyrir þettta
Það væri gaman að heyra frá fleirum
kv.anna
Nú á ég ekki börn og kannski auðvelt fyrir mig að ákveða svona... en af þessum tveimur kostum þykir mér HÍ meira spennandi hvað varðar stundaskrána:)
Hrædd um að helgarskóli geti verið þreytandi þegar fólk er með fjölskyldu og þá sérstaklega ung börn,sjálfsagt báðir góðir skólar.
kv. ma
Því miður hef ég ekkert kynnt mér þetta, finnst bara flott hjá þér að vera búin að ákveða að fara í skóla!
Ég tek þó undir það sjónarmið að það henti betur að vera ekki mikið frá um helgar þegar restin af fjölskyldunni er heima.
Kveðja,
Linda.
Já sammála....
Það finnst mér vega ansi þungt þó auðvitað eigi innihald námsins að hafa þokkalegt vægi líka.
En ráðin eru góð frá ykkur góðu konur.
kv.anna
Æi þú verður að velja elsku Anna mín Mér finnst þið svo æðisleg fjölskylda og helgar verða að vera fyrir fjölskylduna ykkar. Ég gef HI mitt atkvæði. Þótt ég viti svosem að ugglaust fara nokkrar helgar í lestur og vinnu
Skoðaðu bara ennbetur báða kostina. Amma og afi alltaf til í að fá helgargesti :)
kv Tengdam(a)mma)Dísa
Hæ Anna mín. Finnst flott hjá þér að fara í MBA nám!! Ég get alla vega sagt þér að reynsla mín af HR er mjög góð. Kennararnir (íslenskir og erlendir) hafa langflestir verið frábærir og það er mun persónulegri þjónusta þar en í HÍ. Er annars mikill verðmunur á MBA náminu í þessum skólum? Kær kveðja,Eva
Takk enn og aftur fyrir góð ráð.
Nei verðmunurinn er ekki mikill þannig séð. Þó er HR dýrari en á móti er allt námsefni inn i´verðinu hjá þeim.....
Já næstu vikur verða nýttar í ákvörðunartöku.
kv.anna
Halló, halló.
Ég myndi velja kvöldin í stað helganna.
En amman bauðst svo fallega til að hafa strákana um helgar :D
Þetta er vandasamt.
Ætli þú verðir ekki bara að draga um þetta.
Hihi.
Gangi þér vel.
Knús,
Anna Jóh.
Skrifa ummæli