þriðjudagur, desember 11, 2007

upp og niður - út og suður

Erum að skríða saman eftir vænan viðbjóð. Við hjónin náðum okkur nefnilega í agalega kúkapest og höfum vægast sagt slegist um klósettskálina. Já ég held ég láti þessa lýsingu duga því penni frásögn á úrgangsgusum upp og niður verður ekki náð með neinum hætti. Það sem verra var að við láum eins og slytti á milli þess sem við hlupum inn á klósett og gátum því illa sinnt ungum tveimur sem voru einnig í "veikindafríi". Annar með augnsýkingu og hinn með einhverjar hitakommur. Já það var hin mesta þrekraun að komast í gegnum daginn. Þökkum fyrir sjónvarpið og það að sonum okkar þykir ekkert svo leiðinlegt að glápa á imbann.

Það styttist í heimferð og sá eldri orðinn nokkuð spenntur. Ætlum að eiga notalegar stundir heima og reyna að slaka svolítið á, njóta þessa tíma í botn. Styrmir verður á fullu í skólanum þangað til svo að smá afsleppelsi og rólegheit verða vel þegin veit ég. Amma Dísa, afi Óskar og Halla eru nú að að búa sig undir hernám en ég veit að hin amman og afinn eiga fegin eftir að létta á þeim - enda bara spenningur að fá litlu karlana heim. Þeir eiga líka eftir að njóta þess að komast í smá dekur. Birgir talar mikið um þau því hann veit að það eru bara nokkrir dagar til stefnu og sagðist sávna afa síns og ömmu. Litli karlinn gasprar ammmmma og avvvvvva á eftir þeim stóra og á örugglega eftir að taka á móti þeim gömlu eins og hann hafi ekki gert annað, hann er svo mikill ljúflingur.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já það er erfitt að vera langt í burtu þegar veikindi eru annars vegar. Amma og afi eru orðin svo spennt að hitta ykkur og til að geta knúsað og kisst prinsana. KNÚS OG KOSSAR XXXX. amma á nesi.

Nafnlaus sagði...

Ástandið hefur verið svipað á veikindamálum hér á bæ. Þvílíka ælu/skíta-pestin + streptakokkar hjá öllum nema mér. Það er ekki í lagi, kenni leikskólunum alfarið um þetta ;)
Kveðja
Majan sem er að koma til

BJÖRG sagði...

get ekki beðið... tel dagana niður! Hlakka til að fá ykkur og KNÚSA!
koss og knús
Björg