Við nutum þess að komast út saman, sonur minn var alveg í skýjunum og Hrafn nokkuð sáttur með sig eftir kvöldið að hafa komið honum niður á nokkuð góðum tíma án þess þó að láta allt eftir gaursa (eins og síðast). Sem sagt allir sáttir.
Jólasveinninn er annars að koma sterkur inn með pakka á dagatalið á hverjum morgni. Við foreldrarnir höfum líka fengið smá pásu í uppeldinu á meðan, svona þannig. BS er mjög meðvitaður um að jólasveinninn sé lagður af stað úr fjallinu þegar hann er á leiðinni uppí rúm á kvöldin og er fljótur að sofna svo að sveinki komi örugglega við á AHG 24. Já þrátt fyrir að við notumst svona aðeins við Sveinka í uppeldinu þessa dagana þá er þetta atriði alfarið komið frá honum sjálfum. Það er líka mikið jóla jóla um að vera á leikskólanum og hann nýtur þessa tíma í botn, er að föndra jólagjafir og jólaskraut og er greinilega mikið jólabarn litli sveinninn okkar. Litli kallinn er líka voða glaður þessa dagana sem aðra og finnst H&S ekki síður spennandi tvíeyki en hinum á heimilinu. Henti sér meira að segja í fangið á þeim þegar þau mættu fyrsta daginn. Ég held að hann verði rosa glaður að sjá ömmur, afa, frænkur og frændur enda mikilvægt fyrir snúlla að fá nóg af þeim núna um jólin.

2 ummæli:
það verður gaman að fá ykkur heim.... get ekki beðið!
Æi sætir og duglegir :-) Líka mjög myndó mamma með stöðugt þroskaprógramm í gangi! Snillingur að ala upp snillinga.
Knús,
GB
Skrifa ummæli