sunnudagur, nóvember 25, 2007

listamennirnir í fjölskyldunni

Ykkur fagurkerana, eins og stalla mín í bransanum myndi orða það :) hvet ég til þess að fara inn á síðuna icelanddesign.is. Þar eru til sýnis hugmyndir af íslenskri hönnun í jólapakkann og á bróðir minn þar eitt hönnunarstykki. Stráksi var nú bara að finna betri lausn fyrir allt gullið hennar Stellu sinnar en er nú í kjölfarð farinn að framleiða hugmyndina í stórum stíl. Saltfélagið selur skartgripastandinn sem er er í laginu eins og tré og er alveg sérstaklega hentugur til síns brúgs.
Já stráksi bara kominn í buisness - þó fyrr hefði verið. Það er nú bara með þá suma náttúrutalentana að þeir eru ekkert sérstaklega á því að selja þessar annars afbragðhugmyndir sínar.


Frænku mína hana Brynhildi er líka að finna á síðunni eða réttara sagt súkkulaðifjöllin hennar. Mjög flottir súkkuaðimolar sem henta fyrir hvaða tækifæri og tilefni sem er. Ég væri t.d afar glöð að fá svona flott og gott súkkulaði í pakkann minn.

Svo þegar heimasíða súkkulaðimolanna kemst á laggirnar þá get ég líka montað mig af systur minni sem er vefhönnuðurinn í fjölskyldunni og á fullu að hanna heimasíðu molanna.

Já þeir eru misskiptir listhæfileikarnir og sumir virðast bara fá meira af þeim í vöggugjöf en aðrir, það er víst.


5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Nú? Hvað með ritlistina? Þú virðist hafa fengið skammt af henni í fæðingargjöf nú og auðvitað næmt auga fyrir fallegum hlutum..hehe!

Nafnlaus sagði...

Jahjarnahér!! Það virðist vera rétt rúmt korter síðan ég passaði ykkur!Maður má bara hreint ekki orðið líta af fólki og þá er það bara búið að meika það!! Þetta er frábært hjá þeim frændsystkinunum og þá ekki síður þér mín kæra og maður getur montað sig í boðum af því að þekkja ykkur!

Rassabollur sagði...

Frábært! Þú getur þetta líka Anna.
Þarft bara að viðurkena það fyrir sjálfri þér.

BJÖRG sagði...

Hva þetta er bara eins og ættarmót hér... :) gaman af því!
En já ég veit að þú ert mjög dugleg að dunda þér og koma með sniðugar hugmyndir... maður hefur sko lært fullt af þér ;)

Ásta Sóllilja (Sólin) sagði...

Ohhh snilld. Já og talandi um... keypti blaðið, las greinina og þetta er alveg frábært!!! Þú ert greinilega fædd í djobbið. Davíð spurði strax hvort það væri ekki bara hægt að ráða þig í innréttingu á Lundarhúsinu.