Nokkrir góðir vinir hafa þurft að þola smá meira en gengur og gerist á undanförnum mánuðum, vikum og dögum. Lífið er alls ekki alltaf sanngjarnt það er víst. Það er líka augljóst að þessi ódrepanlegi barnalegi sjarmi er nú farinn að dofna með hækkandi aldri. Allt í einu þarf maður að kynnast alls kyns leiðindum og óþægindum sem maður hefur verið svo laus við að þekkja áður fyrr. En þetta er víst lífið eins og þeir segja og því mikilvægara eftir því sem á líður að muna eftir því að njóta þess. Reyna með besta móti að þola þessar mótbárur svo sjálfið, lífið geti haldið áfram þannig að þegar kallið kemur þá kveðji maður kannski sáttur en alla veganna glaður. Ég man eftir að hafa kvatt hana ömmu mína og horft í augun hennar og séð að hún var ekkert orðin leið á þessu eftir 90 ára góða ævi - hún var glöð í hjartanu - henni tókst alla veganna að gleðja aðra.
Held hún hafi líka skilið neistann eftir - dreift til okkar sem eftir stóðum.
Mig langaði bara að segja að ég hugsa til ykkar og vonandi er hver einasti litli hugarorkusnefill stuðningur í rokinu.
mánudagur, nóvember 05, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Alltaf gott að eiga góða að.
Knús og kossar til ykkar allra. Kv. Björg
Skrifa ummæli