miðvikudagur, nóvember 28, 2007

kvöldbrölt á vefnum

Fann þennan á youtube og varð bara að setja hann hingað. Hann heitir Jamie Scott. Kannski smá svona í anda James Blunt sem við vorum btw að kaupa okkur miða á. Hann verður hér í mars og við ætlum að fara og sjá hann. Maður verður nú að nýta þetta í botn hér á lokasprettinum og fara að sjá þá sem varið er í. Ekki gera þeir sér ferð til Íslands nema jú ef þeir eru fengnir af einhverri peningamaskínunni og þá er hvort eð er enga miða að fá.

Er annars bara í einhverju dóli og þá kem ég yfirleitt við á youtube eins og þið hafið fengið að kynnast, hehee.

Jæja góða nótt - ætla snemma í bólið eftir alltof margar slitróttar nætur í röð.

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Heyrðu Anna! Jólasveinninn segir að það séu 755 dagar til jóla, er það ekki dáldið langt? Þá er ég allaveg í góðum málum varðandi jólapróf...

Anna K i Koben sagði...

ok Stella mín nú ertu búin að lesa yfir þig :)
Minn segir bara 25 dagar en bara 2 þangað til að þið komið :)

hehe kv.anna

Nafnlaus sagði...

HAhahahha sennilega!

Var að fatta að tölvan er stillt á 2005...

BJÖRG sagði...

hehehe....

Herðu James Blunt, hefði verið til að fara á þá, hvenær eru þeir? :)
Annars er ég búin að kaupa flugið út, kem 5.mars, fer á sunnudeginum :D gaman gaman

Nafnlaus sagði...

maður er alveg kominn með fráhvarfseinkenni...
þú verður að fara að blogga ;)
knús,
anna.

BJÖRG sagði...

já nkl... það þýðir ekkert að taka sér pásu þótt þú sért með gesti ;) og ég vil fá nýjar myndir inn líka!!! :D