þriðjudagur, nóvember 27, 2007

jólaundirbúningur

Eftir að ég náði í jólasveininn sem telur niður dagana er ég mjööööög meðvituð um það hversu hratt tíminn líður og að jólin séu á næsta leyti. Dáldið stressandi en þó ákveðið aðhald líka.
Ég er að njóta þess í botn að þurfa ekki að vera mætt neins staðar í vinnu á ákveðnum tíma né að þurfa að læra og lesa fyrir tíma og próf. Ég er búin að baka tvær sortir og er nú þessa stundina að föndra risastórt jóladagatal sem mun príða eina auða vegginn frá og með 1.des. Sveinki mun því ekki klöngrast inn um glugga hér að nóttu til og setja pakka í skó enda bara creepy. Aðstoðarmaður sveinka mun sjá til þess að drengirnir á AHG 24, 2th fái litla pakka frá "jólasveininum" á jóladagatalið. Þannig mun það alla veganna vera í ár, á meðan engir aðrir kallar og krakkar geta haft áhrif með spurningum eins og "hvað fékkst þú í skóinn?" og þess háttar. Þessi aðstoðarmaður er líka búinn að vera að sanka að sér alls konar dóti og nytjavörum sem drengjunum sárvantar. Hlutir eins og vettlingar, trélitir, húfa og litlir bílar svo eitthvað sé nefnt bíða nú eftir að fá að komast á dagatalið á veggnum. Veit reyndar ekki hvort að mamman eða strákurinn sé spenntari og þó....... hann er nú alveg dáldið fyrir pakkana eins og kellan. Svo sinnir sveinninn líka mikilvægu hlutverki í því að koma drengnum í bólið (sem tekur á eftir að snuddan fékk að fjúka) og því alveg snilld að láta sveinka koma frá 1.des. Já maður kann sko öll helstu trixin enda man ég sjálf eftir því þegar þau voru notuð á mig. Var víst dáldið svipuð BS með það að vera lengi að sofna - en guð hvað það hefur blessunarlega elst vel af mér. Er víst óþolandi fljót að sofna nú á tíðum.
Á meðan styrmir lærir á kvöldin, þessi elska, þá sit ég með kaffi latte og föndra. Klippi, sauma, lími og bara nefnið það. Keypti meira að segja garn og prjóna og er að hugsa um að fara að rembast við slétt og brugðið. Var aldrei góð í því hér á sínum tíma. Fékk yfirleitt skammir fyrir að prjóna of fast og brjóta nálar í handavinnutímum hér í denn.
Gaman að því!

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já þú varst meira fyrir föndrið og spilin eins og eldri sonur þinn.Bíð spennt að sjá jóladagatalið,þú verður að senda mér mynd þegar það er tilbúið. knús ma.

Nafnlaus sagði...

Manstu handavinnutímann í Mýró þar sem við lágum á gólfinu í hláturskasti allan tímann. Við vorum að hlusta á eitthvað lag í útvarpinu og fannst það svo ógeðslega fyndið. Þannig man ég eftir handavinnu í Mýró, hahaha
kv, Áslaug

Anna K i Koben sagði...

Já ég man! Þetta var einmitt þessi tími, rétt fyrir jól og þeir voru að spila lagið Elsu Lund (Ladda) - ég hélt ég yrði ekki eldri.
Já það var þokkalega gaman í handavinnunni - þá fengu raddböndin útrás og ég var eiginlega óþolandi krakkinn. Ásta handó var orðinn nett pirruð á mér en vá hvað hún var nú samt þolinmóð. Gerði ekki annað en að skipta um nálar á saumvélinni minni og að láta mig fá sverari prjóna.
Heheheh

Nafnlaus sagði...

OMG, já alveg rétt. Ég braut ófáar nálar í saumavélunum. Ég var farin að skammast mín svo mikið að ég læddist í næstu vél og þóttist ekkert vita hvað kom fyrir nálina í hinni...hahahaaha.
Nei, þetta var ekki Elsa Lund, var þetta ekki e-ð kínalag....en með Ladda samt.
kv, Áslaug

Hrefna sagði...

Gaman í handavinnu hjá ykkur. Ég var alltaf léleg og eina sem ég man var þegar ég saumaði í gegnum puttann minn í saumavélinni, frekar vont

Rassabollur sagði...

He he ég átti að prjóna pottaleppa sem enduðu svo á því að vera barbítreflar.
Skil ekki af hverju kennararæfillinn henti mér ekki út!

Ásta Sóllilja (Sólin) sagði...

Geturðu ekki tekið myndir og sýnt stelpa?