föstudagur, nóvember 02, 2007

Einar Áskell

Nú rúmum aldarfjórðungi seinna fatta ég um hvað bókin "góða nótt Einar Áskell" fjallar.
HANN VAR AÐ HÆTTA MEÐ DUDDU og gat þess vegna ekki sofnað.
Birgir Steinn ákvað að gefa íkornum og fuglum (eins og hann orðaði það) duddurnar sínar þegar við fórum og hengdum þær upp í duddutré í Fredrikdberghave um síðustu helgi. Hann hefur ekkert notað duddu núna í ansi langan tíma nema rétt bara á meðan hann sofnar og nú ákváðum við foreldrar að það væri kominn tími á að hætta því líka.
Fyrsta kvöldið var erfitt - uhhhuuuu dudddan míííín.
Annað kvöldið miklu betra og nú þriðja og fjórða ennþá skárri.
Það sem er hins vegar breytt er að áður fyrr var drengurinn lagður uppí rúm kl. átta og eftir kvöldlestur eða söng þá sofnaði hann. Núna eftir sömu rútínu tekur við klukkutíma og jafnvel tveggja tíma vesen.
"Ég þarf að pissa, ég þarf aftur að pissa, heyrðu ég er þyrstur, ég burstaði tennurnar ekki nógu vel, ég þarf að kúka, ég er ekki þreyttur, mig langar að hlusta á sögu, viltu lesa aðra bók, má ég leika smá, ég fór ekki í bað..... mig langar í bað, mig langar að horfa á eitthvað, ég er svangur, ég er ekkert þreyttur, má ég fá fleiri kodda......................"
Klukkan tíu dettur Einar Áskell svo útaf alveg dauðuppgefinn eftir langan dag.

7 ummæli:

Guðrún Birna sagði...

Æi vá þetta er svoldið erfiður tími og þetta gæti tekið smá tíma. Þolinmæði my friends.... En svo verða 2 klst. að 20 mín. En það verður kannski aldrei svona rosalega auðvelt eins og áður bara öðruvísi. Við notuðum mikið - tölum saman á morgun, ég kem inn þegar þú ert orðinn rólegur og með lokuð augun, hugsaðu um eitthvað fallegt og svo taka slökun fyrir svefninn með honum og jafnvel leyfa að hlusta á ævintýri eða tónlist. En gangi ykkur rosa vel. Manst - eilífðarverkefni!!!! :-)

Nafnlaus sagði...

Hahaha....!!:) Vá hvað þetta hljómar kunnuglega!! Ég frétti nú bara um helgina að þú værir með bloggsíðu! Hún frænka þín er svo gersamlega laus við tölvufíkn og -kunnáttu, að þessi möguleiki hafði bara hreinlega ekki hvarflað að hennni! En nú verðið þið frændsystkini mín hvergi óhult,-ég fylgist með ykkur hvert fótmál! :) Knús til Köben. Helga.

Hrefna sagði...

Ekki vissi ég að Einar Áskell hefði verið að hætta með duddu í bókinni. Fyndið því þetta passar auðvitað algerlega við það hvernig þessi kríli eru þegar þau hætta með duddu. Mér fannst einhvern veginn eins og Arna þyrfti að læra að slaka á upp á nýtt þó þetta hefði gengið voða vel. Fyrstu kvöldin vildi hún alltaf hlusta á eitthvað í CD spilaranum sínum.

Nafnlaus sagði...

Þetta kannast ég við síðan í gamladaga, Einar Áskell er víða.Uppeldið er vinna og ekkert annað. Gangi ykkur vel, og ekki gefast upp. mamma.

Rassabollur sagði...

Ójá... Get ímyndað mér að þetta sé álíka eins og okkur væri skyndilega uppálagt að fara að sofa án þess að hafa sæng og kodda. Er ansi hrædd um að við þyrftum þá líka að pissa, drekka, bursta betur tennur oft á sama kvöldi.

Nafnlaus sagði...

já, þetta kannast maður við.
hér sofnar minn tveggja ára líka um 22...
er að hætta með bleiu og þarf ALLTAF að pissa og svo aftur og aftur...
þolinmæðin eins og gb talar um :) ætli hún borgi sig ekki í þessu samhengi.
kærar kveðjur yfir hafið.
knús,
anna.

sty sagði...

Já hehehe það er svo snigugt hvað við erum mörg að eiga við sömu skemmtilegu verkefnin.
Alveg nauðsynlegt að heyra stundum, "já einmitt kannast við þetta"

hehe kv.anna