Geri ráð fyrir að allir helstu smjattpattar landsins séu með harðsperrur í kjálkavöðvum og lafandi tungu eftir brúðkaup aldarinnar. Vísir.is er búinn að næra okkur sem ekki gátum rölt ofurhægt um miðbæinn síðastliðinn laugardag með myndum og slúðri. Maður er náttúrulega búinn að kíkja og sjá þennan flotta hóp af "vinum og ættingjum" sem virðast vera nær allir íslendingar sem þykja hafa peningavit eða -völd. Undarlegast fannst mér að sjá forsetann sjálfan í þessum hópi en auðvitað geta þau verið perluvinir eins og bara Siggi og Jói. Þeir Jón Ásgeir og Ólafur voru jú næstum nágrannar á Nesinu og því er þetta allt mjög lógíst, enda allir Nesbúar hinir mestu mátar.
Það sem ég hins vegar skil vel og það er að ef að ég ætti einhverja hundruði milljarða eða hvað það nú er þá myndi ég þokkalega láta Karl Lagerfield hanna kjólinn, fá U2 til að spila eða bara whatever til að gera þennan dag einstakan fyrir mig og mína nánustu. Þegar maður á svona mikla peninga - af hverju ekki að nota þá. Til hvers eru þeir ef ekki til þess?
Við erum líka á leiðinni í brúðkaup hjá síður ómerkara fólki á morgun. Kristín og Halli vinir okkar eru á leiðinni í danska hnappeldu og það verður gaman að fá að vera með þeim á þessum yndislega degi sem brúðkaupsdagurinn er.
Finn hlýju í mínu hjarta þegar ég hugsa til dagsins míns....
fimmtudagur, nóvember 22, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Gaman að fá að upplifa brúðkaup í Köben.Amman hrökk upp í morgun og hugsaði, hvernig skyldi hafa gengið með drengina en mundi þá allt í einu að það er laugardagur í dag. Auðvitað gengur pössunin vel þeir eru svo góðir. Góða skemmtun í brúðkaupinu. kv. mamma.
Ohh gaman að fara í bryllup. Skemmtilegra samt að gifta sig. Ég ljóma alveg þegar ég hugsa um daginn minn. Þetta er svo mikið æði. En... var ekki neinn Karl Lagerfeld og enginn U2 eða neitt. Allt rammíslenskt. Fannst það töff. Hefði samt alveg skilið hitt.
Skrifa ummæli