fimmtudagur, nóvember 22, 2007

Anna Matt í Köben

Ég sat í tölvunni og var að vinna í nýju vinnunni minni, sem ég hef ekki talað mjög hátt um, þegar ég finn allt í einu skrítna brunalykt. Haldið að það hafi ekki bara kviknað í batteríssnúrunni og því hef ég verið tölvulaus í nokkra daga. Ég segi nú bara eins gott að þetta gerðist á meðan ég sat við tölvuna því maður býður nú ekki í svona rafamagnsbruna ef út í það er farið. Kennir manni að slökkva á rofum. Er alltof kærulaus - með 100 raftæki um allt og pæli yfirleitt ekkert í neinu.
En varðandi vinnuna þá munið þið sem viljið geta lesið smá eftir mig í tímaritnu Hús og híbýli um Íslendinga í Kaupmannahöfn. Skyndilega sat ég nefnilega algjörlega verkefnalaus í alltof hljóðu heimili og ákvað bara að verða mér út um smá verkefni. Allt öðruvísi en ég hef áður gert og það er ákkúrat málið. Stend á tímamótum og veit ekkert í minn haus og þá er bara að prófa eitthvað allt annað og sjá hvert það leiðir mann. Mér líður pínu kjánalega yfir þessu öllu þar sem ég hef nú ekki skrifað mikið meira en skólaverkefni, blogg og jú ansi flottan fræðslubækling. En það er allt og sumt. Nú er bara að sjá hvernig þetta kemur út.......... Þoli mjög auðveldlega gagnrýni (ekki of mikla þó) þannig að nú er bara að aðstoða blaðamanninn og senda henni línur. Of klént, of langt, of stutt, of mikil froða, of lekkert........ eða flæðið í centrinu ekki nóg. Grín !
Sem fyrrum áhorfandi Innlits útlits þá hef ég reynt að stela ekki línum drottningarinnar í bransanum en það eru nú ekki til mörg góð íslensk orð í sama dúr. Spurning um að bjalla í Völu og fá svona smá input í þetta, alveg spurning.

10 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þú ert mesti snillingur sem ég veit um ;) ég er svo ánægð með þig í alla staði....
Knúiknús
Majan

Nafnlaus sagði...

Ótrúlega sniðugt hjá þér. Hvernig er það, er fyrsta greinin komin út? Bíð spennt eftir að panta blaðið að heiman og setjast við lestur.

Arna/PHG9

Nafnlaus sagði...

Keypti blaðið áðan, rétt kíkti,mjög flott á eftir að lesa greinina.Mamman voða stolt, og gaman að tréið hans Hrafns var líka í blaðinu(kynning frá Saltfélaginu). Knús mamma.

Anna K i Koben sagði...

Þoli gagnrýni en kann ekki að taka hrósi, uhhhuuuuu.
Takk takk.
akg :)

BJÖRG sagði...

Flott hjá þér.. og mega kúl að Hrafn var líka í blaðinu... blaðið verður pottþétt uppá borði heima næstu mánuði ;)
Hlakka til að sjá næstu grein! :*

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með jómfrúargreinina blaðakona!
Get ekki beðið eftir að kíkja í blaðið og "sjá ykkur þar"! Sjálfsbjargarviðleitni á hæsta stigi hjá þér Anna.

Ég ætti að benda Völu á þetta, þú átt eftir að veita harða samkeppni haha!

Nafnlaus sagði...

Vá :)
Þú ert svo mikill snilldarpenni að ég hef engar áhyggjur af þér.
Ég er áskrifandi af H&H og hlakka til að lesa.
Er stödd í NY núna og get því ekki kíkt strax :)
Bið að heilsa.
Knús,
Anna Jóh.

Nafnlaus sagði...

Frábært framtak hjá þér. Ég hef engar áhyggjur af skrifunum því þú ert svo skemmtilegur penni. Hlakka til að sjá blaðið og til hamingju með þetta :)

Nafnlaus sagði...

já og undirskriftin hérna fyrir ofan átti að vera Guðbjörg ;)

Guðrún Birna sagði...

Búin að kaupa blaðið, lesa greinina og er ekkert smá stolt af þér. Kemur rosalega vel út og skemmtilegt að lesa texta og skoða myndir. passaðu þig Vala Matt - hér kemur Anna Gunn... eða Anna Kr. eða.. Anna Kristrún! Já er það ekki bara best?

Knús,
GB