laugardagur, október 27, 2007

Smá fyrir svefninn

Þetta er eitt af þessum kvöldum þar sem við hjónin sitjum hlið við hlið í sófanum góða hvort með sína fartölvu í fanginu. Ég að vafra um vefinn: lesandi fréttir, blogg, skoðandi myndir af sætum börnum eða að glápa á eitthvað, fengið með heldur ólöglegum hætti. Styrmir hins vegar yfirleitt að gera eitthvað aðeins skynsamlegra eins og að læra, vinna eða að fylgjast með heimsmálunum. Damn að ég skuli ekki eyða mínum tíma í eitthvað aðeins mikilvægara.
Í þetta skiptið ætla ég að enda kvöldið með henni Katie. What I miss about you - uppáhaldslagið mitt á nýja disknum hennar og hvet ykkur til að hlusta á lagið og textann. Byrjar sem voða sætur ástaróður en endar á allt öðrum nótum.
Já svona er ég svolítið - er með einn disk á fóninum í einu og alveg mergsýg í nokkra daga/vikur þangað til Styrmir styngur uppá því að einhver annar fái kannski aðgang.

Annars fengum við góða gesti í heimsókn í gærkvöldi þegar Dóra frænka og Þórður komu og gistu hjá okkur í eina nótt. Við sátum á spjallinu frameftir og sötruðum á rauðvíni með ítölskum skinkum og ostum - damn nice. Við Styrmir vorum alveg sámmála því að þetta er eitt af því sem við söknum. Það er ekki oft sem að maður hefur skemmtilegt auka-company til að verða tvö að nóttu. Sweet :)

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég vil trúa því að sæt börn og blogg séu alveg jafn mikilvæg og heimsfréttirnar. Ef það gerist eitthvað mjög mikilvægt þá segir hann þér ábyggilega af því ;)

Kv. Arna á PHG 9

Anna K i Koben sagði...

Hehehe góður punktur.

bk.anna

BJÖRG sagði...

Já ég er orðin spennt að hlusta á Katie Melua diskinn.. hann virðist alltaf vera uppseldur, hef reyndar ekki kíkt í búðir hér heima... enda ótrúlega dýrt að kaupa geisladiska hér!