Ég hef verið að horfa á ansi skemmtilega þætti sem heita Men in trees. Merin (leikin af Anne Heche sem varð kannski þekktust fyrir að vera kærasta Ellen DeGeneres) er sjálfstæð kona á besta aldri sem flýr stórmenninguna í New York til Elmo smábæjar í Alaska eftir að hafa verið "stungin í bakið" af tilvonandi eiginmanni sínum. Merin er létt og skemmtileg týpa, hæfilega kærulaus og kát og manni líður vel í hjartanu eftir að hafa fylgst með henni í smá stund. Svo skemmir það ekki fyrir að hinir karakterarnir eru nokkuð skondnir hver á sinn hátt.
Veit að þetta er bara leikinn þáttur en það er hins vegar staðreynd að ekki menningarlegra afrþeyingarefni getur bara haft askoti góð áhrif á sálartetrið hjá ungri konu eins og mér. Ég finn mig í Merin þenna hálftíma sem þættirnir standa yfir og fer svo glöð í háttinn, gæti ekki verið betra.
Ég get þó sagt að þeir gripu mig ekki svona roslaega í fyrstu en eftir þátt 5 eða 6 var ég fallin. Maður verður stundum að gefa svona þáttum séns. Man einmitt eftir fyrsta Friends þættinum, hann var hreint hrikalegur en það vita hins vegar allir að sería 10 var ein sú allra besta. Þannig að góðir hlutir gerast hægt.
Já mæli með Men in trees - það er t.d hægt að ná í þá á torrentportal, ekki það að ég sé að hvetja til ólöglegra aðgerða.........
miðvikudagur, október 10, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Ekki feimin, koma svo.
God já, ég er nýbúin að uppgötva þessa þætti. Fékk alla seríuna um daginn og ákvað að gefa þessu séns. Það má segja að ég bíði núna mjög spennt eftir seríu 2. Ótrúlegt hvað smábæjarlíf verður heillandi eftir að hafa fylgst með Merin og vinum hennar í Elmo...hehehe.
kv, Áslaug
Snilldarþættir! Koma einmitt sterkir inn, sætir, skemmtilegir, krúttlegir og MAN hvað MERIN er alltaf í flottum kápum/úlpum!
Skrifa ummæli