þriðjudagur, október 16, 2007

Katie Melua

Styrmir ákvað að gleðja glöðu eiginkonu sína enn frekar um daginn með því að gefa henni nýja Katie Melua diskinn. Hann hefur ekki farið af fóninum síðan og er alveg 5 stjörnu diskur að mínu mati. Örlítið poppaðri en hinir en samt alveg ekta Katie. Hann er eiginlega góður í gegn og eftir því sem ég hlusta oftar á hann heillast ég meir og meir. Þeir sem fóru á tónleikana í Laugardagshöll fyrir einu og hálfu ári eru örugglega sammála mér að tónleikarnir voru hrein og tær snilld. Engin smá rödd í litlum búk. Hún hreinlega fyllti höllina með fögrum tónum og ég gleymi því ekki að á köflum þurfti maður hreinlega að halda sér í sætinu svo maður tækist ekki á loft - svo mikil var gæsahúðin. Þvílíkur var krafturinn í stelpunni að hún þurfti að hafa míkrafóninn í góðri fjarlægð á meðan á söngun stóð svo að við myndum ekki ærast. Svo var hún líka skemmtileg - sagði alls kyns skemmtilegar sögur af greinilega stórbrotnum uppvexti þó ekki nema 24 ára.

Við fylgjumst núna náið með og ætlum ekki að missa af þessu tónleikaferðalagi heldur sem hún leggur í 2008 skv. upplýsingum á heimasíðunni katiemelua.com

Ef þið viljið gleðja einhvern sem kann að meta svona tóna þá er Katie Melua málið.

2 ummæli:

BJÖRG sagði...

Anna, ég hélt þú ætlaðir að hætta að tala um frábæru Katie Melua tónleikanna sem ég missti af!!!! :)
Hún er algjör snilld!

Nafnlaus sagði...

Góða ferð til NY Anna og njóttu í botn. Held þú þurfir nú ekkert að hafa áhyggjur af strákunum þínum - kallinn þinn greinilega algjörlega að standa sig.
Held ég fari bara út í búð og kaupi Katie Melua - slík voru meðmælin þín með disknum.
Spurning hvort þið kíkið eitthvað yfir þegar Lilja og co koma - held reyndar Köben sé á dagskrá einn daginn hjá okkur.
Bestu kveðjur Aníta