Þó að það sé ekki nema október að þá eru jólaskreytingarnar komnar í búðirnar. Ég þurfti að fara í Fields um daginn og gat ómuglega staðist þess að kíkja í eina af mínum uppáhalds búðum, Bahne þegar ég sá að það var verið að setja hana í jólabúning. Jólaskraut er alveg mitt glingur. Ég bæti alltaf einhverju við á hverju ári svona bara til að skipta út. Sumt á samt alltaf sinn stað.... þannig er nú bara það.
Mér sýnist á öllu að litirnir í ár verði meira út í gull og rústrautt. Er persónulega lítið fyrir gullið og rústrauði liturinn er heldur ekki alveg minn - og þó. Ég var hins vegar í essinu mínu í fyrra þegar svart, silfur og fjólublátt voru jólalitirnir.
Annars er nú alveg stefnan að kíkja á jólaskrautið í NY, trúi ekki öðru en að Tarsjeiiiiii, eins og fluffurnar kalla stórmarkaðinn Target, sé kominn í smá jólafíling.
Annars er mæðgnaferðin á morgun og ég er orðin voða spennt að hitta kellurnar mínar. Vona bara að strákarnir mínir hafi það gott á meðan svona konulausir. Hef enga trú á öðru - kannski bara gott að vera laus við hana í nokkra daga.
þriðjudagur, október 16, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Góða ferð og ótrúlega góða skemmtun. Hafið það svakalega gott. Ég hitti einmitt mömmu þína í Kringlunni á sunnudaginn, hún hefur verið að hita upp fyrir innkaupin í NY ;)
Ég spæja hér í Vesturbænum á meðan, hahahaha
Kveðja
Maja
Sjáumst á morgun... vá hvað ég hlakkar til!!! :D
Skrifa ummæli