Ferðin var algjört æði í alla staði........... hlátur, gleði og verslunar-æði.


Varð reyndar fyrir vonbrigðum þegar ég opnaði töskurnar mínar og út flæddi ekkert nema leikföng þ.e tvær jólagjafir handa drengjunum mínum sem tóku sína ferðatöskuna hvor. En þetta var svo sem bara mjög passlegt fyrir tekjulausa húsfrú.
Við fórum nú samt að sjá Brodway sýningu sem var ævintýri út af fyrir sig. Ég var til að mynda klöguð af öðrum gestum og tveir áhorfendur í sætunum í kring sáu ástæðu til þess að hreita skammaryrðum í mig. Ég sat hins vegar hin rólegasta og naut sýningarinnar og tók ekkert eftir þessu fúla fólki í kringum mig. Mömmu og Björgu var hins vegar ekki farið að lítast á blikuna og sögðu að ég ætti nú barasta að vera farin að finna til sökum stingandi augnaráða ansi margra í kring. Hhahahaah ég sem var bara aðeins að hjálpa systur minni að skilja það sem fram fór á sviðunu. Hvað er annars málið - er ekki lengur hægt að biðja fólk góðfúslega að hafa lægra - þarf að kvarta. COWARDS!
Við fórum nú samt að sjá Brodway sýningu sem var ævintýri út af fyrir sig. Ég var til að mynda klöguð af öðrum gestum og tveir áhorfendur í sætunum í kring sáu ástæðu til þess að hreita skammaryrðum í mig. Ég sat hins vegar hin rólegasta og naut sýningarinnar og tók ekkert eftir þessu fúla fólki í kringum mig. Mömmu og Björgu var hins vegar ekki farið að lítast á blikuna og sögðu að ég ætti nú barasta að vera farin að finna til sökum stingandi augnaráða ansi margra í kring. Hhahahaah ég sem var bara aðeins að hjálpa systur minni að skilja það sem fram fór á sviðunu. Hvað er annars málið - er ekki lengur hægt að biðja fólk góðfúslega að hafa lægra - þarf að kvarta. COWARDS!
Ferðin hefði bara þurft að vera lengri þó að ég hefði nú ekkert endilega viljað vera lengur frá köllunum mínum. Það hefði þó verið gott að hafa lengri tíma til að shoppa kannski aðeins meira, vera meira með Eddu, hitta IH sem ég gat því miður ekkert hitt í þetta sinn og bara til að njóta þess að skoða borgina betur í skemmtilegum hópi.
Ef það er satt að hlátur lengi lífið þá tókst okkur í að minnsta að lengja það um nokkur góð ár. Svo þetta var vissulega ferð til gróða fyrir alla, kaupmenn og konur.
Ef það er satt að hlátur lengi lífið þá tókst okkur í að minnsta að lengja það um nokkur góð ár. Svo þetta var vissulega ferð til gróða fyrir alla, kaupmenn og konur.
11 ummæli:
NY klikkar ekki :) Frábært að ferðin heppnaðist svona vel. En ég er annars á leið upp á völl og hlakka til að hitta ykkur um helgina. Heyri í þér í fyrramálið :)
kveðja
Lilja
Frábært að ferðin var vel heppnuð - enda ekki við öðru að búast þegar NY er áfangastaðurinn. Erum á leið heim á eftir með Lilju og co - bjöllum í ykkur á morgun og tökum stöðuna á hitting um helgina.
Kv Aníta
Gaman að heyra um vel heppnaða ferð.
Skemmtilegar myndir.
Bið að heilsa manni og sonum.
Knús,
Anna.
Gott að ferðin var góð og allir skemmtu sér vel. Hvernig gekk hjá körlunum þínum á meðan? Ég býst nú svo sem við að það hafi gengið mjög vel ;)
Nú er verið að starta heldri-manna/kvenna hópi í Gróttunni, æfingar tvisvar í viku á mánudags-og miðvikudagskvöldum.
Heyrumst
Maja
Hæ, gaman að heyra að ferðin hafi tekist vel. Við hjónin erum einmitt að fara til NY 22. - 26. nóvember. Lendum í thanksgiving útsöluæðinu!
Bið að heilsa familíunni.
Kv. Nanna Guðný.
Já þetta vara alveg meiri háttar ferð, verðum að endurtaka hana aftur. Nú liggur maður í myndunum og lætur sig dreyma. Kveðja mamma.
Takk fyrir góða ferð... þetta var skemmtilega ferð, algjör hlátursferð! :)
Flottar myndir... þú verður að senda okkur þær!
Er búin að bíða eftir að heyra frá ferðinni...greinilega vel heppnuð. Mér finnst þið allar eitthvað svo sætar og glaðar á myndunum og virkið á mig sem svo góðar vinkonur þið mæðgurnar/systurnar....sem ég veit náttúrulega að þið eruð.
Glöð að heyra kommentið frá Maju um að það sé farið í gang heldri manna fimló í Gróttu.
Hrefna
ji vissi ekki að þú værir með blog min skat!! gaman að því!!
knús til köben
Var ekki annars gaman að fá svona mörg komment!! Þú áttir það skilið
Sæl, gaman að skoða myndir og greinilegt að það hafi verið stuð hjá ykkur. Ég er einmitt að fara til NY í mars og get ekki beðið, þarf að fá upplýsingar reyndari manna um hvar eigi að versla og hvað að skoða:)
Ég held að ég láti sjá mig á einhverjum æfingum í gróttunni og reyna að dusta rykið af tilþrifum sem lærðust undir þinni stjórn hér í denn.
kveðja Ingibjörg Jóhanna
Skrifa ummæli