.......... af hverju í ósköpunum læknar þurfi að klæðast spariklæðnaði í vinnunni. Það er algjörlega út í hött að ein stétt spítalans fái að sniðganga reglur sem settar eru með sjúklingana í huga og það stéttin sem sjúklingarnir stóla einna helst á. Ég hef aldrei skilið lafandi hálsfestar, naflasíð bindi, jakkaföt, kjóla, 5cm gervineglur o.s.frv í þessu samhengi. Ekki bara er þetta alvarlegt gagnvart sjúklingunum en að fólk hafa list á því að bera svo alls konur pöddur ef svo má segja inn á heimilið sitt eftir vinnu, það hef ég aldrei skilið. Taka utan um barnið þitt og færa því nokkra vírusa um leið. Eða mæta í afmæli með smá slettu á skónum sem gleymdist að þrífa og guð má vita hvaða vessi var þarna á ferðinni.
Hvað er annars að hvíta dressinu? Það er nú ekki eins og þetta sé einhver tískusýning þó manni hafi í alvörunni stundum haldið að maður væri staddur á einni slíkri en ekki á deildarfundi. Jæja nóg um það - finnst bara allt í lagi að á svona vinnustað séu höfð vinnuföt og ef að hvíta dressið þykir gamaldags og óþægilegt þá þarf að finna lausn á því.
Nú hafa Bretar tekið á vandanum. Ef við þurfum fordæmi þá er það komið og nú er bara að gera hið sama.
Var ekki verið að hrista upp í stjórn spítalanna? Vona að breytingarnar sem muni eiga sér stað í kjölfarið verði sjúklingum (landanum) og starfsfólki til góða.
Held að það vanti einmitt ansi harðann stýrimann á skútuna. Já það þarf að rétta úr mörgum kútum en eitt erfiðasta verkefnið verður líklegast að stýra mafíunni þar sem allir eru Don Vito Corleone.
fimmtudagur, október 11, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Ég var að hlusta á útvarpið á leiðinni í vinnuna og þar voru þeir að ræða um nýtt nám sem er að byrja á Bifröst, þetta er meistaranám í heilbrigiðsstjórnun. Spurning hvort Anna Kristrún sé ekki manneskja til að uppræta mafíuna????
Guðbjörg
Hehehe... veit ekki. Þyfti þá að ráða mér sérstakann sálarpeppara því ég held að það starf kosti nokkrar andvökunætur og kannski skothelt vesti.
Kannski maður verði orðinn svona harður jaxl eftir Dene dvölina, held samt ekki, hehee.
En líst hins vegar vel á námið.
bk.anna
Skrifa ummæli