mánudagur, september 17, 2007

Leikskólastrákur

Arnar Kári er nú officially orðinn lítill leikskólastrákur. Dagurinn var stór hjá greyinu því auk leikskólaheimsóknar fór hann í 1.árs læknisskoðun fyrr um morguninn.
Þar var hann mældur í bak og fyrir og þótti bara í meðallagi. Hefur reyndar fallið um 2 kúrvur en við foreldrarnir höfum nú ekki miklar áhyggjur af því, enda engir risar sjálfir. Ég tel það nú varla sanngjarnar kröfur að eiga að halda kúrvu sem maður var settur í við fæðingu. Þá sér í lagi þar sem mamman er gölluð og enga greiða útgönguleið á henni að finna. Ekki furða að menn bara haldi kyrru fyrir og safni á sig forða á meðan beðið er eftir að vera sóttur. Þar sem þessi forðatíð (vikur 40-42 meðgöngunnar) er ekki tekin inní reikninginn þá þarf maður að vera ansi duglegur að borða ef maður ætlar að halda dampi (sem bróðurnum tókst þó).
Læknirinn var þó ekkert að fetta fingur út í neitt sagði að drengurinn væri frisk og rask - bara mamman að benda á enn eitt óréttlætið í heiminum.

Eftir læknisskoðun tók sem sagt við leikskólaheimsókn sem var hin ágætasta.
Um leið og við stigum inn fór mömmuradarinn í gang:
-1 stig strax á fyrstu mínútu - leikskólakennarinn var með göt/eyrnalokka alls staðar- meira að segja í bringunni. Humm.. ok gefum henni séns.
Ekki sérstaklega góð byrjun þó en fyrsta stigið kom þó stuttu seinna en það fékk leikskólastýran Magnus fyrir frábærar móttökur og fyrir að bjóða taugatrekktri móðurinni kaffe latte - ætli hann lesi bloggið mitt ;).
Nú eftir það duttu svo stigin inn hvert á eftir öðru.
Í heildina sem sagt hinn ágætasti staður á að líta - og Arnar Kári bara nokkuð sáttur. Valsaði um eins og hann ætti pleisið með mömmu og pabba í góðri augsýn þó.
Það sem gladdi líka litla (klikkaða) mömmuhjartað var hinn strákurinn sem var líka að mæta í sinn fyrsta skóladag. Hann var 2 mánuðum yngri, algjör kjúlli sem ég taldi ágætt á þeirri stundu því þá hefði Arnar Kári einhvern félaga þegar þeir verða undir í baráttunni við þá stóru.
Flestir á deildinni eru nefnilega 2 ára....... en svo er drengurinn svo sem alvanur að þurfa að taka á honum stóra sínum í baráttunni hér heima fyrir svo að hann ætti að vera í þjálfun.

Æi ég segi bara enn og aftur - þetta er hlutverk móðurinnar að vera pínu skeptísk á allt og alla þegar kemur að börnunum manns.
Í ákveðnu hófi þó - geri mér grein fyrir því.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæhæ, gott að þér líst vel á leikskólann :) aðlögunin hjá LS hefur gengið svona upp og ofan. Hún varð náttúrulega veik strax fyrstu dagana og gat lítið mætt í síðustu viku. Núna vonumst við til að taka þetta með trompi. Hún fer reyndar alltaf að gráta þegar ég fer og vill alls ekki sofa á leikskólanum en að dansa, syngja og vera úti finnst henni bara ÆÐI. Það verður gaman á næsta ári þegar AK kemur á bláu deildina og BS á rauðu, ætli MV verði ekki bara á gulu :)Við yfirtökum bara Gullborgina ;)
Kveðja
MAJA

Nafnlaus sagði...

O amma fær líka sting í hjartað, byrjaður á leikskóla.Hugga mig við það ef hann væri hér upp á klakanum væri hann örugglega kominn til dagmömmu fyrir löngu.
kv. amma Greta