
Ég mætti á fyrstu fimleikaæfinguna mína í 11 ár í gærkvöldi. Fékk meil um "torsdagsspring" frá gamalli fimleikaskvísu sem ég æfði með í Stjörnunni í gamla daga og ég ákvað að slá til.
Vá hvað þetta var gaman. Við vorum 30 í tímanum, stelpur og strákar. Sumir augljóslega gamlar kempur að dusta rykið af ristunum. Aðrir voru byrjendur að láta gamlan draum rætast. Blandan kom einkar vel út og allir þokkalega sáttir og sveittir eftir spriklið. Ég ætlaði ekki að láta plata mig í neitt meira en kannski arabastökk en......... var hins vegar komin í heljarstökkin eftir 30 mín og það þurfti ekki mikið að plata mig.
Í dag er ég frekar aum í flestum liðum en líður að öðru leyti veeeeel.
Nú hvet ég Evu vinkonu mína og allar fimleikaskvísur að koma sér í form því F1 verður þokkalega vakinn til lífsins að ári. Spurning um að ná einum þjálfaranum með - þeir eru algjörir snillingar þessir Danir.
4 ummæli:
Ó nú er ég spennt....djöfull langar mig næsta fimmtudag, helduru að það sé enn pláss? Ekki það að ég sé að fara í heljarstökkin...en maður veit aldrei, he he
Heyrðu hvernig væri bara að mæta með næst og prófa. Gætir líka spurt þá sem sja um þetta hvort að það sé laust pláss.
bk.anna
guuð enn gaman! Passaðu þig bara að slasa þig ekki rétt áður en við förum út! :)
Kannski fáum við litlu kjúklingarnir líka að vera með næsta vetur ;) Fórum allar saman á 12 vikna dansnámskeið í Laugum núna í haust (3 vikur búnar) þ.e. Harpa, Sigga, Hildur, ég, Hera og Vilborg :)Það er mjög gaman. Ætlum svo að hefja fimleikaæfingar eftir áramót vonandi. Annars er allt gamalt fimleikafólk að æfa í Gerplu. Þar er skipt í 2 hópa, 30+ og 30-.... jájá svona er þetta nú. Heyrumst síðar
Maja
Skrifa ummæli