miðvikudagur, september 19, 2007

blogg og bloggleiði

Ég ákvað að byrja að blogga eftir að við fluttum hingað út. Vinkona mín benti mér á að þetta væri góð leið til að vera í smá tengslum við fólkið heima og því er ég henni sammála. En eftir smá tíma fór allt að snúast um kommentin. Þá hugsaði ég með mér, nei nú er öllu lokið. Þegar eitt aðal tilhlökkunarefni dagsins voru kommentin á blogginu þá fannst mér þetta vera orðið ansi aumkunarvert. Því er þó ekki að neita að þegar maður er svona langt frá öllu sínu þá er bara frekar notarlegt að átta sig á því að fólkið heima er nú ekkert búin að gleyma manni þrátt fyrir að himinn og haf séu á milli.

Ég byrjaði vel, 15 blogg á mánuði, en varð svo fyrir þessum alræmda bloggleiða. Fannst þetta bara bögg. Gleymdi um stund í hvaða tilgangi ég væri að blaðra þetta á veraldarvefnum um allt og ekki neitt. Fór að hafa áhyggjur af því að láta skoðanir mínar á rit sem sumum gæti jafnvel ekki líkað. En hvað um það - ég náði mér á strik. Fann að þetta gerði bara helling fyrir mig, sérstaklega þá daga sem við fáa var að spjalla. Bloggið varð svona vinaspjall sem er alveg lífsnauðsynlegur þáttur í daglegri rútínu.

10 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ji það er nú alveg hluti af dagsverkunum að tékka á blogginu þínu mín kæra. Ég verð alltaf jafn glöð þegar ný fræsla birtist á skjánum. Ég treysti á að þú haldir uppteknum hætti og deilir með okkur hugsunum þínum :) ekki spurning....
heyrumst
Maja

Nafnlaus sagði...

ég tek undir með henni Maju Þetta er fastur liður hjá mér að skoða bloggið þitt Anna mín Þú ert frábær penni og hefur heilbrigða lífsýn og ég tala nú ekki um þegar þú ert að lýsa og segja frá dagsins amstri þarna í Köben. Svo er þetta frábær dagbók fyrir þig.
Áfram Anna..........,
Ástarkveðjur
Tendamamma

Nafnlaus sagði...

já Anna mín þetta er alveg fastur punktur á netrúntinum hjá manni :) Alltaf gaman að lesa fréttir af ykkur og líka heyra pælingar þínar um hin ýmsu mikilvægu málefni andleg og veraldleg! Þú hefur alltaf eitthvað skemmtilegt til málana að leggja. Segi bara líka gó Anna!!!
knus knus
Lilja

Nafnlaus sagði...

Sammála!

Nafnlaus sagði...

Úff, ég fékk sjokk þegar ég las fyrirsögnina..."blogg og BLOGGLEIÐI" Ég hélt að þú værir að tilkynna það að þú værir hætt að blogga...omg.. Ég er sammála síðustu commenturum..það er dagleg rútína að tékka á blogginu þínu. Eins gott þú sért ekki að hugleiða að hætta þessu í bráð.
knús, Áslaug

Svetly sagði...

..annakg og morgunkaffið er hluti af minni daglegri rútínu..
..Finnst gott og gaman að fá að fylgjast með ykkur úr fjarska og lesa "vangavelturnar" þínar - enda ertu snilldar penni og kemur hlutunum svo vel og skemmtilega frá þér...

..á meðan þú heldur áfram að blogga - held ég áfram að lesa (og ég skal reyna að taka mig á í kommentunum ...)

Hrefna sagði...

Guð hvað ég er sammála öllum fyrri ræðumönnum. Elska þetta blogg. Fékk einmitt líka sjokk þegar ég sá fyrirsögnina

BJÖRG sagði...

Það eru greinilega margir sammála því að þú eigir EKKI að hætta að blogga!
Þú ert ein af fyrstu bloggunum í blogghringnum mínum og án efa sá besti í bloggbransanum! ;)
Sakna ykkar!
....bara 27 dagar í NY! :D

Anna K i Koben sagði...

Maður fær nú bara tár í augun.
takk fyrir þessu yndælu komment á annars erfiðum aðlögunardegi.

bestu kveðjur anna

Guðrún Birna sagði...

Ég fékk einmitt líka sjokk og hugsaði Nei nei nei ekkert rugl... en varð svo glöð þegar ég sá að þetta var bara pælingar um blogg en ekki pælingar um að hætta-blogg...

Þú ert snillingur og bloggið er æði!

Knús,
GB