Við Styrmir gerðum okkur ferð í sendiráðið hér í bæ til að hafa áhrif á alþingiskostningar klakans. Veit reyndar ekki hversu mikil áhrif við höfum á útkomuna en pabbi gamli sá til þess að atkvæðin á AHG kæmust í kjörkassana á réttum tíma. Ég veit svo sem alveg að hann var líka að minna okkur á að kjósa "rétt" þó hann hafi svo sem ekki verið með mikinn áróður blái kallinn. Pabbi veit það líka að hann hefur kennt okkur vel enda kjósum við það sem við teljum réttast. Gott ef að kallinn er ekki aðeins farinn að lýsast eitthvað með árunum, nei segi svona, hann virðir alla veganna skoðanir okkar hverjar sem þær eru ólíkt sumum heiðbláum og blindum.
Annars ætla ég ekkert að hafa hátt um það hvað ég kaus en ég er hins vegar engan veginn blá, græn, né rauð. Ég er líklega ein af fjölmörgum sem geta illa staðsett sig innan eins flokks. Ég gæti örugglega aldrei verið stjórnmálamaður því ég væri örugglega stöðugt skiptandi um flokka. Ég tel mig nokkuð staðfasta en næ einhvern veginn ekki að staðsetja skoðanir mínar í einum og sama flokknum. Held að mér verði þó best lýst sem vinstrisinnaðri hægrimanneskju. Sem heilbrigðismanneskja að mennt er ég algjörlega ósammála hægri-öflum um einkavæðingu heilbrigðiskerfisins að öllu leyti og eftir að hafa búið í Danmörku, landi jentelovet (eða hvernig sem það er nú skrifað) fynndist mér það mannréttindabrot að geta ekki leitað læknisaðstoðar fyrir börnin mín án stórra greiðsla. Á móti er ég ekki alveg sammála þessari letivæðingu Dana -80% skattar á yfirvinnu getur ekki verið hvetjandi. Á móti er sú stefna mjög fjölskylduvæn að mörgu leyti. Já það verða allir að spyrja sig á kostningartímum hvernig þeir vilja hafa hlutina.
Ég er alla veganna búin að kjósa og finnst að atkvæði mitt ætti að hafa þrefallt vægi. Það tók mig góðan klukkara að kjósa og ekki nóg með það heldur þurfti ég að borga undir atkvæðið til Íslands.
Þokkalega mikilvægt atkvæði það!
föstudagur, maí 11, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Akkúrat þegar ég var að lesa þetta þá poppaði upp hjá mér gluggi: you have received að new email message from Geir H. Haarde.... Merkilegt!
Skrifa ummæli