Eftir spjall gærkvöldsins geri ég mér grein fyrir að draumahúsið er ekki alveg handan við hornið. Við Guðrún Birna sátum sitt hvorum megin við Atlantshafið með mbl - fasteignir fyrir framan okkur og skoðuðum það sem gengur kaupum og sölum í dag. Við Styrmir látum okkur dreyma um einbýlishús með stórum garði og palli þar sem hægt er að grilla í góða veðrinu sem við ætlum að flytja með okkur héðan frá Danmörku. Mér varð hins vegar ljóst að það verður einhver bið í pallinn og fína húsið. 4 herbergja íbúðir eru nefnilega að seljast á góðar 40 millur. Já 3 svefnherbergi, eldhús og sturta á 40 millur, úffff veit ekki.
Svo er staðsetningin annar höfuðverkur. Við viljum vera í barnahverfi - með leiksvæði við hendina og stutt í skóla og tómstundir. Ég vil að börnin mín geti gengið á milli skóla, heimilis og tómstunda - ekkert skutl! Svo væri ekki verra ef ömmur, afar og góðir vinir væru í grenndinni.
Hvernig væri að við gerðum bara innrás inná eitthvað grænt svæði og byggðum okkur þar lítið þorp. Okkar eigin ríki með bara eðal fólki - engir óþolandi nágrannar.
Sounds goooood!
miðvikudagur, maí 09, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
8 ummæli:
Nei nei nei Anna - kostar ekki 40 millur heldur svona 50-60... ekki að það skipti máli þegar maður er komin með svona háar tölur þá fara tugirnir að hætta að skipta máli.
Líst vel á þorpið okkar! Höfum nú þegar kennara, lögregluþjón, sálfræðing, sjúkraþjálfara, tölvukarla, lækni, lögfræðinga og listamann. Held við séum bara í góðum málum :-)
Mér líst mjög vel á, hver verður bæjarstjórinn?
ÁK
æ, þið getið líka bara fengið herbergið mitt:)
Þarftu annars ekki að fara að breyta prófílnum.. "þrítugsaldri"?
ÚÚÚLALLAALAAAA ÉG ER BEITTARI EN SVERÐ!
Óþolandi nágrannar....við getum svosem haldið áfram...heheheh!
Legg til að Ace verði bæjarstjórinn. Hún hefur jú reynslu af rekstri bæjarfélags sbr. ára(næstum tuga) reynsla af bæjó á Nesinu. Ingvi getur verið varamaðurinn eða bæjarritarinn!
Já Ace væri góður bæjarstjóri.
Annars er ansi gott að eiga góða nágranna og í þeim flokki eruð þið Arney mín ;)
já styð þessar hugmyndir - go go lazytown
akg
Það er nóg pláss á Höfn, ódýrt húsnæði, barnvænt...gæti ekki verið betra:-)
Skrifa ummæli