laugardagur, mars 24, 2007

Parents of the year!

Við Styrmir mættum og tókum við verðlaunum sem foreldrar ársins við hátíðlega athöfn hér í Kaupmannahöfn í dag.
Við áttum nefnilega stórgott move ef svo má sletta. Þannig var mál með vexti að Arnar Kári var dálítið pirraður í nótt og var vælandi litla skinnið. Hálfsofandi foreldrarnir reyndu að sjálfsögðu allt til að hugga krílið. Hann vældi ææææ (voða krúttlegt) og var eitthvað svo nojaður svo að ég ákvað að prófa að taka af honum bleyjuna þrátt fyrir að hafa skipt á honum stuttu áður. Þegar bleyjan var farin hætti hann að væla og leið strax mikið betur, umlaði hálfsofandi ahhhh ahhhh ahhh (enn krúttlegra), sem sagt alveg sáttur við mömmu sína sem lagði hann bleyjulausan í rúmið sitt og hugsar með sér "djö... er maður að lesa barnið vel". Þarna var klukkan um 7 og þar sem hann er vanalega að vakna um það leyti þá gerðum við ekki ráð fyrir nema nokkrum góðum mínútum til viðbótar og þar sem ég hafði losað hann við 5kg pissubleyju fyrr um nóttina væri nú kannski ekki líklegt að hann migi mikið. En.... ég gleymdi víst að gera ráð fyrir öðru en pissi. Því....þegar við vöknum svo um 9 leytið (höfum ekki sofið svo lengi í marga mánuði) þá var ástandið ekki sérlega beisið ef svo má segja. Shit hefði verið besta upphrópunin þvi það var kúkur um allt. Jabb jabb uppá enni og um allt rúm, á gólfinu og bara name it. En sáttur sat litla krúttið í flórnum eftir augljóslega nokkrar misheppnaðar tilraunir við að standa upp í rúminu.
Já maður er að gera góða hluti enda reynslunni ríkari eftir að hafa verið með 2 bleyjubörn - algjörir masterar í öllu sem þeim fylgja - eins og sjá má.

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hahahahaha snilld!!

kv, Áslaug

Nafnlaus sagði...

Þetta er nú eitt af því besta sem ég hef heyrt lengi :)
Kveðja
Maja

Guðrún Birna sagði...

Jiiii minn! Ææææææ segi ég bara líka.. og shit :-)

Nafnlaus sagði...

Þetta er nú alveg ótrúlegt - hefur verið skemmtilegt verk að þrýfa kútinn og allt rúmið - var hann nokkuð farinn að borða kúkinn???
Heyrðu - erum að fara til Íslands á eftir þannig að við hittumst eftir allt saman ekkert fyrr en í maí. Hafið það gott í góða veðrinu - ferðataskan okkar er full af kuldafötum :(
Kv Aníta

Rassabollur sagði...

SHIT!
Ég segi ekki meir.

Nafnlaus sagði...

Ég segi nú bara ágætt að hann
kúkaði í rúmið og þið sofandi. Hann hefði kanski getað staðið upp ef kúksi hefði ekki verið þarna og dottið út úr rúminu.Það er sem sagt alltaf eitthvað jákvætt í öllu ekki satt. Kveðja mamma.