þriðjudagur, mars 27, 2007

Kíví fyrir sumarið

Þessi bloggfærsla er búin að meltast í heila viku því ég ætlaði mér aldrei aftur að blogga um kvikindin. En ég neyðist víst til því helvísk Lucy ákvað að mæta aftur á svæðið.

Ég er orðin hálfgerður api eftir að ég fann lúsina í fyrsta sinn. Get varla gengið framhjá fjölskyldumeðlimum án þess að stara í hár þeirra og ef þeir sitja við snæðing eða fyrir framan imbann þá er ég mætt og grandskoða hvern einasta lokk. Í síðustu viku fann ég enn og aftur lús í leikskólabarninu. Ég held því fastlega fram að mér hafi tekist að gera út um kvikindin hér síðast. Fylgdi leiðbeiningunum í einu og öllu og þvoði miklu meira en ráðlagt er. En það dugar víst ekki ef allt grasserar í leikskólanum. Þa er víst ekki nóg að bara ein móðirin sé móðursjúk. Danirnir eru nefnilega afar afslappaðir gagnvart þessum kvikindum. Þeim finnt þetta ekki eitthvað til að hafa áhyggjur af og eru víst ekkert að stressa sig of mikið á þessu sem þýðir að lúsin lifir góðu og hamingjusömu lífi í dönskum hausum. Ég er aðeins meira inn á íslensku línunni - útrýmingaherferðinni. Þvottur á öllum hausum samtímis - kembingar og buff á alla lúsuga og ólúsuga á meðan á útrýmingu stendur. Við Kristín þurfum bara að komast í meirihluta í foreldraráði og þá hafa Danirnir ekkert um þetta að segja - sé reyndar ekki alveg hvernig 2 verði að meirihluta en..... Sex pistols urðu fræg hljómsveit án þess að neinn hljómsveitarmeðlimanna kynni á hljófæri svo að..... er ekki allt hægt ef viljinn er fyrir hendi. Ég veit vel að þessi kvikindi eru ekki hættuleg og það er náttúrulega mergur málsins hjá Dönunum en þau eru bara svo helv..... viðbjóðsleg. Nú þegar ég hef horft í augu óvinarins, liggjandi á bakinu, spriklandi sínum a.m.k 10 örmum þá segi ég það og meina - þvílíkur viðbjóður (fæ hroll og flashback við þessi skrif).

Já fyrir viku síðan þá hugsaði ég með mér að þetta yrði í síðasta sinn. Þar sem ekki er hægt að vera með neinar forvarnir gegn þessu lúsablesum þá ákvað ég að kíví væri síðasti og eini kosturinn. Það var dálítið erfitt að horfa á eftir ljósu lokkunum en andsk.... þeir vaxa aftur.



Alltaf stuð á Axel Heides hjá mönnum og dýrum!

6 ummæli:

Guðrún Birna sagði...

Æi hvað þeir eru sætir! Kíví fer Birgi mjög vel. Það er greinilega ekkert nema róttæk úrræði sem duga. Önnu og Kristínu í foreldraráð 2007!!!

Nafnlaus sagði...

Það verður gaman að sjá ykkur fjölskylduna í sumar, öll nauðasköllótt!

Haha.. Smá djók:)

Nafnlaus sagði...

Hæ hæ
svo er líka sniðugt að láta hann hafa buff í leikskólanum- láta hann hafa það inni líka. Er svo þunnt svo honum ætti ekkert að verða heitt en lúsin kemst þá líka ekki nærri hársverðinum. Annars finnst mér hann líta mjög vel út með burstaklippinguna. Ágætt fyrir sumarið bara!
Kveðja Þóra.

Nafnlaus sagði...

Sæt mynd af þeim bræðrum. Ég styð ykkur Kristínu Loga í foreldraráð í leikskólanum. Þá meiga Danir passa sig. mamma.

Nafnlaus sagði...

Hæ hæ.

Ég öfunda þig ekki af baráttunni við Lúsí og vona að við lendum ekki í þessu. Hrikalega fyndið að heyra af Arnari Kára og ,,slysinu". Var samt ekki gott að sofa???

Bestu kveðjur,
Linda Rós.

Asdis sagði...

Hæ, mér finnst Birgir mjög sætur með nýju klippinguna, en þetta er mjög pirrandi með dönsku lúsina, hún grassera allstaðar. Ég styð ykkur Kristínu heilshugar í foreldraráðið.
Kveðja frá Jótlandinu
Ásdís