miðvikudagur, mars 28, 2007

Fjölskyldustefna

Í heilsupistli Morgunblaðsins í dag er að finna góða grein eftir verkefnastjóra Lýðheilsustöðvar.
Eins mikil klisja og það er þá er það engin lygi að hamingja verður ekki keypt. Vissulega geta peningar haft áhrif á hamingjuna upp að því marki að hafa ofaní sig og á (og kannski pínu meira) en mikið umfram það held ég geti stundum bara verið til trafala. Peningum fylgir ákveðið vald sem öðrum féminni yfirleitt skortir. Því fyndist manni að þeir fémeiri ættu að geta stýrt því nokkuð vel hvernig tíma þeirra er varið en þannig virðist það nú sjaldnast vera. Því veltir maður fyrir sér hvort (of) mikið af seðlum geri mann kannski bara valdalausan þræl einhvers - fyrirtækis, yfirmanns eða bara peninganna sjálfra.

Burt frá öllum pælingum þá er greinin góð og punchline-ið einmitt það að fólk meti hvernig tímanum með fjölskyldunni sé best varið. Við hjónin höfum margoft rætt þessi mál. Við erum sammála um það að frítíma okkar sé best varið með börnunum - í hvaða formi sem er. Hér í Danmörku eigum við nokkuð auðvelt með að finna þennan góða tíma saman. Við förum oft í göngutúra sem enda í almenningsgörðum á rólóvöllum, á kaffihúsum eða bara heima.
Hvort sem "fjölskyldutíminn" (sjá grein) sé fastur tími í vikunni eða bara þegar hentar þá held ég að aðal málið sé að börnin fái að sjá meira af foreldrunum sínum en við rúmstokkinn á kvöldin.
Okkur hjónunum hefur greint á um einn hlut í tengslum við þetta og það er tíminn sem fer í hluti eins og að þrífa og annað í ætt við það. Styrmi finnst nefnilega að stundum sé betra að borga píparanum og fara í húsdýragarðinn í stað þess að liggja sjálfur undir vaskinum í heilan dag. Mér hefur hins vegar fundist hingað til þessar nokkrar krónur betri í vasanum mínum en píparans.....................

Eins og kemur fram í greininni er athyglisvert að velta því fyrir sér af hverju sá sem leggur metnað sinn og tíma í vinnu sé talinn merkilegri í nútímaþjóðfélagi en sá sem leggur metnaðinn í fjölskylduna.
Hummm - mér finnst þetta alla veganna góð spurning.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já ég get nú ekki verið mikið meira sammála þér í þetta sinn Anna mín! Það er eiginlega litið niður á mann fyrir að vera heima með barnið sitt í stað þess að búa sér til starfsframa á vinnumarkaðnum.
Bið að heilsa
Maja

Nafnlaus sagði...

Þú ert svo mikill spekingur :) en ég er hjartanlega sammála þér - ég hef til dæmis haft ákveðna stefnu varðandi yfirvinnu - ég tek hana út í frídögum frekar en launum og er þokkalega sátt við það :)

Pís át

Ings

Guðrún Birna sagði...

Er sammála þér og held að fyrsta skrefið sé einmitt að halda umræðunni á lofti á heimilinu, taka sér tíma annað slagið og vega og meta hvað sé mikilvægt og hvað ekki og hvernig gangi innan veggja heimilisins að halda jafnvægi milli alls þess sem togar. En ég er meira sammála Styrmi með píparann.. enda enginn svo handlaginn í kringum mig. Svo er pælingin með þrifin. Þegar báðir eru í 100% vinnu þá er tíminn svo dýrmætur! Finnst líka flott í greininni hvernig það er samt ekki verið að láta venjulegt fólk fá samviskubit yfir að vinna 100% vinnu. Það á líka að vera nóg til að lifa góðu lífi! Vá sé að ég get talað aðeins of mikið um þetta hehe.

Nafnlaus sagði...

Frábært að þú sért að fylgjast svona vel með á vef Lýðheilsustöðvar. Það gleður hjarta okkar tilvonandi Lýðheilsufræðinga :)
Hljómar eins og ykkur líði rosalega vel í Dk, mikið er það gott að heyra. Væri nú alveg til í að fara heimsækja annað heimaland mitt fljótlega. Það kemur maður náttúrlega í heimsókn.
Bestu kveðjur,Eva

Nafnlaus sagði...

Gaman að fylgjast með ykkur í Kbh.
Hugsum oft til ykkar
Kveðja Sara og Ella