Elduðum loksins íslenska fjallalambið sem mamma og pabbi sendu okkur. Jiiii minn eini hvað lambakjöt er gott. Við Styrmir áttuðum okkur á því að þegar við vorum að undirbúa matinn að hafa aldrei, í okkar að ég held 7 ára sambúð, eldað lambakjöt. Foreldrar okkar hafa hugsað svo vel um okkur og ekki síður eftir að við fluttum að heiman, boðið okkur í mat um helgar og séð til þess að við höfum fengið steikur einu sinni í viku.
Þess vegna hefur lambið einhvern veginn aldrei lent inní ofninum okkar.
God...... maður á náttúrulega ekki að vera að játa hér á veraldarvefnum hversu agalega léleg húsmóðir maður er. En ég viðurkenni þetta en segi um leið að lambið var geggjað í gær.
Held bara að það sé alveg nauðsynlegt að hafa horft á aðra matreiða það svona ca.100 sinnum áður en maður reynir sjálfur.
já það er málið ;)
mánudagur, febrúar 05, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
ummmm... mig langar í meira!
Þú ert frábær kokkur Anna mín, ekki hægt að segja annað! Hefur greinilega erft það frá mömmu! :)
Já það er nú gott að lambið brást ekki. Blessuð ísl. rollan er alltaf góð og örugglega best þegar maður býr ekki á klakanum.Já Anna og Styrmir eru rosalega góðir kokkar,geta meira segja gert veislumat úr litlu, hef svo sannarlega orðið vitni að því.mamma.
jammm batnandi manni best að lifa!
Skrifa ummæli