Skelltum okkur skötuhjúin í bíógrafen í gærkveldi. Björg hreinlega rak okkar lötu rassa uppúr sófanum. Vildi hafa sófann útaf fyrir sig ;)
Okkur fannst nú ekki margt spennandi í boði en enduðum á að fara á mynd með Will Smith, persuit for happiness. Bara nokkuð ágæt mynd. Smá svona mellodrama með góðum endi, voða sæt. Boðskapurinn smá svona: Með stefnufestu, mikilli þrautseigju og áræðni nást jafnvel háleitustu markmið. Styrmi fannst hún líka ágæt og það þykir nokkuð gott að við finnum mynd í þessum flokki sem bæði fíla. Oftast er hann alveg að mygla en þá sit ég með rauð augu og blauta vanga. Gott ef það blotnuðu ekki fjórir vangar í sætum F16 og 17, nei segi svona.
Þannig var það - gef henni 4 stjörnur af 5 mögulegum.
sunnudagur, febrúar 04, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Það var nú gott að Björg gat komið ykkur upp úr sófanum.Alltaf gaman að fara í bíó. Við pabbi fórum í bíó um daginn, höfum ekki farið í mörg ár og það var svo gaman að við fórum 3x í bíó á 10 dögum. ma.
Það var nú gott að Björg gat komið ykkur upp úr sófanum.Alltaf gaman að fara í bíó. Við pabbi fórum í bíó um daginn, höfum ekki farið í mörg ár og það var svo gaman að við fórum 3x í bíó á 10 dögum. ma.
Úps er dálítið óþolinmóð og ýtti aftur og commentið kom tvisar. Allt í lagi bara eins og þú sért rosa vinsæl.
Skrifa ummæli