þriðjudagur, desember 05, 2006

Fréttir og Fjárræði

Eins og fram kemur á mbl.is í dag eiga Baugsmenn í erfiðleikum með að koma Nyhedsavisen inn á kaffiborð Dana. Íbúar Axel Heides gade hafa ekki gerst svo lukkulegir að geta lesið íslensk-danskar fréttir undir kaffibolla. Í húsinu okkar eru póstkassarnir inni í sameigninni eins og í flestum öðrum blokkum hér og aðeins "útvaldir" blaðberar virðast hafa lykil að húsinu. Ég las einhvers staðar að flestur frípóstur væri ekki borinn út til okkar einmitt vegna lyklaleysis blaðberanna en samt er póstkassinn fullur af ruslpósti á hverjum einasta degi.
Kallast þetta kannski Pólitík??

Tilboðin hrúgast hreinlega inn þessa dagana. Nú nálgast jólin og þá keppast kaupmenn um viðskiptavinina. Þetta er annars mjög lógíst reiknisdæmi: Flestir ef ekki allir eyða slatta af hundrað eða þúsundköllum (þegar yfirfært á íslensku þá bætist 0 aftan við) í gjafir í desember. Til þess að koma út í ágætis gróða - sem búðareigandi- þá er bara að ná sem flestum kúnnum inn og eina leiðin til þess er að bjóða betur en samkeppnisaðilinn. Þessu hef ég samt aldrei kynnst áður. Ég man ekki eftir svona hagstæðum tilboðum heima eins og ég er að rekast á hér.
Nú er ekkert svo sniðugt að vera búinn að kaupa allar jólagjafirnar :(
Man það næstu jól.

Okkur hefur ekki enn tekist að sannfæra Danske-bank um fjárræðis-ágæti okkar. Já þeir vilja ekki enn láta okkur hafa debetkort og því höfum við þurft að gera reglulegar ferðir í bankann til að taka út seðla svo hægt sé að fæða og klæða fjölskyldumeðlimina. Manni finnst þetta frekar kómískt þar sem við komum frá stað þar sem einstaklingar geta fengið debetkort áður en þeir kunna að stafa nafnið sitt. Ég er dálítið inn á þessari dönsku línu. Finn alltaf hrikalega til með krökkum sem hafa langan skuldahala í eftirdragi áður en þeir gerast fjárráða. Ég kenni skorti á fræðslu um og siðleysi bankanna sem keppast við að laða að börn til að féfletta með gylliboðum. Bankamaðurinn í hópnum er ekki eins hrifinn af þessari dönsku "stóra bróður" stefnu. Er víst búinn að tala við kollega sína og væntum við þess vonandi núna á næstu vikum að fá jafnvel leyfi fyrir eins og einu debetkorti.
Jebb jebb sitt sýnist hverjum.

3 ummæli:

Heklurnar sagði...

Svo loksins þegar þið fáið kortið viljiði þá í guðs bænum passa það að fá ekki synjun, danskinum þykir það mjög vandræðalegt. Ég var eitt sinn í Netto með Tinnu kort og það kom óvart synjun og ég bað um að fá að renna einu sinni enn í gegn og svipurinn á afgreiðslukonunni varð eins og ég hefði gert eitthvað af mér og hún ætlaði varla að leyfa mér það... merkileg þjóð!

Nafnlaus sagði...

Þótt ekki sé lengra á milli landanna er mikill munur KERFINU greinilega.... Vonandi kemst þetta allt í samt lag hjá ykkur fljótlega:) Jólasýningin í Gróttunni var síðasta laugardag og gekk vel. Gaman hefði verið að gamla kempan Anna hefði komist ;) En það verður að bíða betri tíma.... aldrei að vita nema Birgir Steinn, Arnar Kári og Lína Sól sýni listir sínar í nánustu framtíð :) Kveðja Maja

Anna K i Koben sagði...

Já þetta er fyndið þetta með kortin. En þrátt fyrir kortaleysi líður okkur voða vel hér :)

Já vá hvað mér líst vel á að sækja sýningarnar í framtíðinni sem foreldri í stúkunni. Set strákana í Gróttu um leið og ég kem á klakann.

bestu kveðjur anna