fimmtudagur, nóvember 02, 2006

vonsku veður og vigtun

Var að koma úr enn einni Ikea ferðinni. Það hljómar eins og ég sé Ikea addict en það er alls ekki málið. Vandamálið er að enn vantar sófaborð, einhvers konar sjónvarpshirslu og borðstofuborð. Búðin er risastór og alveg hrikaleg orkusuga og ég bara einfaldlega ekki vön því að þekkja ekki hvern einasta krók og kima eins og heima og því hafa ferðirnar verið fleiri en annars væri. Þessi ferð var nokkuð árangursrík. Það var fátt um Danann og því fengum við gott rými til þess að velta vöngum og taka ákvarðanir. Við vorum bara nokkuð sátt þegar við komum að kassanum – aðeins 900 dk og bæði sófaborð og sjónvarpshirsla í körfunni auk einhvers nauðsynlegs smádóts. Já ég segi það enn og aftur. “Hvar værum við án IKEA“

Við Björg drösluðumst með strákana í óveðrinu niður á bryggju í morgun þar sem staðsett er kulturhus eða nokkurs konar “félagsmiðstöð” fyrir fólkið í hverfinu. Þangað mætir hjúkrunarfræðingur einu sinni í viku, á miðvikudögum og býður uppá að vigta og skoða smábörn. Í dag voru líklegast um 10 mömmur með ungana sína – það var búið að breiða úr teppum og dýnum og nóg af dóti fyrir krílin. Mér fannst þetta mjög aðlagandi allt saman en tungumálaörðuleikar gera mér erfitt fyrir. Ég er einhvern veginn ekki alveg ready í miklar samræður á dönsku um kúk, piss, svefn og svefnleysi. Ég er þó næstum alveg hætt að grípa í enskuna í búðum en engan veginn nógu flink til þess að fara að spjalla við fullorðnu mömmurnar. Já meðalaldur þeirra var örugglega vel yfir 35 svo að mér leið pínulítið eins og smástelpu.

kv. unga (-) mamman

6 ummæli:

Guðrún Birna sagði...

Líka af því að við erum bara 25.. ;-) Rosalega hlýtur fólk að vera hissa á því að við eigum ÖLL þessi börn.
IKEA klikkar ekki. Þarf einmitt að fara að kíkja þangað aftur. Hvað segirðu - engar myndir???
Knús og saknaðarkveðjur,
GB

Nafnlaus sagði...

Gaman að fylgjast með ykkur dullurnar minar, já Ikea það er málið skil ekki hvernig maður fór að þegar við pabbi þinn hófum búskap. Sakna ykkar. knus og kossar mamma

Nafnlaus sagði...

Æi hvað þetta er svona , útlendingur, í nýju landi.:) Nú er bara að læra ylhýru dönskuna og láta þessa "bauna" ekki kaffæra okkur "stóru
Islendingana" sem eru að yfirtaka allt. :) , Extrabla bla bla blaðið,
Ástarkveðjur og rosalega gaman að lesa bloggið þitt Anna mín.
Amma Dísa

Asdis sagði...

Ætlaði sjálf í IKEA í dag en Danirnar voru alveg óðir og ég hætti við. Annars er það rétt að við erum hálfgerðar unglingamæður hérna í DK.
kv. frá Jótlandi
Ásdís

Nafnlaus sagði...

Takk,elsku Anna mín, fyrir skeytið.
kv, Áslaug

Nafnlaus sagði...

Er buin að gera nokkrat tilraunir að commenta,en ekki gengið vel, veit ekki hvert þetta fer.
Gaman að fylgjast með ykkur.
Kveðja mamma.