laugardagur, október 28, 2006

Ja hérna!

Það er greinilega gúrkutíð hjá hjá fréttablaðinu hér í bæ. Náði mér í “íslenska” danska fréttablaðið, Nyhedsavisen. Á þriðju síðu blaðsins var stór grein um svefnvenjur danskra kvenna. Þeir segja það ekki óalgengt að konur hér vakni um miðja nótt til að sinna heimilisverkum sem ekki næst að komast yfir að degi til. Rætt var við konu á fimmtugsaldri. Um þrjúleytið am tekur hún létta tveggja tíma sveiflu með “handy andy” og fær sér svo stutta kríu áður en fjölskyldan fer á fætur.
Ja hérna.... ég sem hélt að ég væri geðveikt dugleg að moppa gólfið um tíuleytið.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Nú mér skildist að Danir væru meira í því að sópa bara rykinu undir mottuna!
Annars var ég í rengörings bransanum í Kaupen á mínum yngri árum. Það var ekkert svosem pressað á mann að törre grundigt af...

Guðrún Birna sagði...

Frábær hugmynd.. Anna við ættum að stökkva til þegar við erum búnar að gefa næturgjöf og hafa allt í orden þegar fjölsk. vaknar! Svona til að tryggja absúlút lágmarkssvefn ;-)
GB

Nafnlaus sagði...

Já heyrðu þetta er sniðug hugmynd! Þá getur maður moppað í friði... Enjo vantsbrúsinn er mjög vinsæll á mínum bæ og ég get ekki skúrað í friði þegar lillemann er heima :) Annars segi ég eins og aðrir hér: keep up the good blog work!! Svaka gaman að lesa og gott að heyra að allt gengur vel! Spurning um að fjárfesta í keðju í fullorðins hæð á hurðina?? ;)

kveðja
Lilja