mánudagur, október 30, 2006

Græddum klukkutíma í morgun


Hversu oft hefur maður hugsað hve gott það væri ef sólarhringnurinn væri aðeins lengri - þó ekki nema einni klukkustund.....
Í morgun upplifði ég það í fyrsta sinn að fá þennan auka klukkutíma sem ég hef svo oft beðið um. Við vöknuðum og fórum á fætur og þegar klukkan var orðin hálf tíu áttuðum við okkur á því að hún var bara hálf níu.....
Styrmir var að vinna í tölvunni löngu eftir að ég var sofnuð í gærkvöldi og miðað við svefnlengd hefði hann kannski átt að nýta þessa auka klukkustund í að sofa lengur en ákvað að drífa sig á fætur og eiga aðeins lengri quality time með krónprinsinum. Í staðinn átti ég tíma með litla prinsinum. Litla greyið, hann á nú ekki margar stundirnar einn með mömmunni en þegar þær koma þá nýtum við þær vel. Er það ekki aðal málið?
Hann braggast annars voðalega vel, blæs alveg út. Er glaður og góður - síbrosandi og ég er ekki frá því að sá stóri fái bros án þess að þurfa að gretta sig og geifla eins og við hin. Við sjáum aðdáunarglampa í augum þess litla þegar hann fylgist með stóra bróður sínum. Örvunin frá þeim stóra virðist ekki ætla að hafa slæm áhrif heldur því Arnari Kára vantar aðeins herslumuninn uppá að geta velt sér yfir á magann og dregur fæturna undir mallann eins og hann ætli bara að taka skriðið.
Hverjum þykir sinn fugl fegurstur og eins á við um okkur. Bara ótrúlega hamingjusöm með þá.
Kannski verður hljóðið í mér aðeins þreytulegra þegar þeir eru orðnir 4 og 6 ára en samt jafn glöð, þá verða þeir líka bara sendir í pössun til ömmu og afa svo að foreldrarnir geti pústað...
gaurakveðjur frá Köben

3 ummæli:

Heklurnar sagði...

Mikið vildi ég að við værum eins og hin norðurlöndin og færðum klukkuna um einn klukkutíma. Ótrúlegt hvað skammdegið minnkar með hverjum klukkutímanum sem líður..
Ohh hvað ég vildi geta knúsað þá á þessari mynd!
-stella

Halla sagði...

Gisp... ég sakna ykkar

Heklurnar sagði...

nú eða í fjölskyldu og húsdýragarðin með Hrafni frænda...

- Hrafn