sunnudagur, október 01, 2006

"Flutt í stórborg"















Ég upplifði það svo sterkt þegar við keyrðum inn í borgina frá flugvellinum að við værum að flytja í stórborg. Ég man ekki eftir að hafa fengið þessa "new york" tilfinningu áður hér í þessari borg en hún kom núna, - mistur yfir öllu og einhver ákveðin stórborgar-stemming sem ekki er hægt að lýsa með orðum.

Flugferðin gekk annars vel en ég sá það eftir á að það hefði orðið ansi erfitt að ferðast með gaurana tvo og ALLAN þennan farangur án hjálpar góðra vina. Ferða dvd- spilarinn sem fjárfest var í fyrir ferðina virkaði náttúrulega ekki og þar sem gaurinn minn hefur ekki endalaust úthald í að lesa og ekkert úthald í að teikna þá var bara að spássera um túpuna.
Þóra og Tjörvi skiluðu sínu hlutverki með glæsibrag - algjörir pros - enda í æfingu og kunna til verka ;) Takk fyrir hjálpina xxx

Ég sé það núna að ég fæ ekki fullt hús stiga í pökkun, ef svo má segja. Ég ætlaði nefnilega að komast með allan 90 kg. farangurinn hingað út án vandræða. Herfan í tékk-inninu var hins vegar ekki á því sama og vorkenndi mér ekki jack og sagði bara "sorry svona eru reglurnar". Reglur my assssssssssss. Eru þær ekki annars til þess að beygja á góðum dögum sem þessum? Mamma og pabbi reyndu allt en ekki vildi hún heldur hlusta á tvö með grátt í vöngum, þau voru greinilega ekki heldur nógu aumkunarverð. Eða kannski vorum við öll of aumkunarverð, veit ekki.
En alla veganna þar sem ég gerði ekki ráð fyrir að lenda í svona veseni þá pældi ég ekkert í því hvaða töskur væri best að skilja eftir..... þannig að það er heill hellingur sem við söknum alveg svakalega. Ömmustóllinn, leikteppið, óróinn og bara allt dótið hans Arnars Kára varð sem sagt eftir auk allra taubleija.
Æi jæja þannig var nú bara það.
Dísa og Halla eru sem betur fer að koma eftir 2 vikur svo þær koma klyfjaðar.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Nú líst mér á þig. Frábært að þú sért orðin blogger. Hlakka til að fylgjast með ykkur hér og sjá myndir frá Köben. Erum strax farin að sakna ykkar og hver veit nema maður stökkvi upp í flugvél til Köben von bráðar :)
Hafið það rosa gott
kveðja
Áslaug og co
xxxxx

Nafnlaus sagði...

Hæhæ Anna mín!
Ég ætlaði að commenta hjá þér í morgun en gat það ekki. Frábært að lesa um veru þína í Köben. Vertu dugleg að skrifa inn svo hægt sé að fylgjast með. Njótið ykkar í botn, tíminn er svo fljótur að líða.
Kveðja
MAJA og Lína Sól

Nafnlaus sagði...

Hæ Anna og co

Frábært að þú ætlir að blogga...það er svo gaman að heyra frá Köben! Vona að allt gangi vel..leikskólamál og allt hitt. Bara að muna að njóta þess...þetta verður frábær tími fyrir ykkur öll. Við eigum nú örugglega eftir að kíkja fljótlega, við Áslaug erum byrjaðar að suða í köllunum um að hleypa okkur til Köben að versla jólagjafirnar...við skulum sjá hvað þeir segja.

Vonandi sjáumst við sem fyrst, þú bjallar bara ef ég get hjálpað þér með eitthvað.

Kv. Inga Steinunn

Nafnlaus sagði...

Æðislegt að geta fengið fréttir af ykkur. Nú er bara að standa sig. Bið að heilsa köllunum þínum þremur.

Obba

Guðrún Birna sagði...

Hæ beib!
Þokkalega líst mér á vel á þig í bloggheiminum. Nú er bara að vera dugleg að blogga og láta alla heyra það sem þurfa að fá orð í eyra - eða blogg. Ég veit að þú átt eftir að lenda í ýmsu í danaveldi sem betur má fara hehehe. Glatað með töskurnar - veit ekki hvar ég væri án stólsins góða.. en þú ert pottþétt búin að finna aðra góða lausn á meðan :-) Þarf ekki að segja hvað ég sakna þín og ykkar mikið - en ég sakna ykkar alveg meira en mikið! Knús til ykkar allra!