laugardagur, október 21, 2006

ó borg mín borg ég lofa ljós þín stræti........

Á meðan Berglind og Björg þrömmuðu á milli verslana fórum við hin í göngutúr um borgina. Við gengum niður að Amalíuborg og heilsuðum uppá hermennina sem passa uppá drolluna. Birgir Steinn var dáldið smeykur við þessa þarna sviplausu með byssurnar og vildi ekkert frekar stilla sér upp við hlið þeirra fyrir myndatöku. Arnar Kári var hins vegar hinn glaðasti um leið og hann fékk að vera með í túrnum, þ.e um leið og hann var tekinn upp úr vagninum og fékk að dingla í magapokanum á mömmu sinni. Honum líkar bara nokkuð vel við þá græju. Við skoðuðum líka göturnar fyrir ofan og neðan Strikið, eiginlega bara forðuðumst Strikið. Já þannig verður það víst um leið og maður gerist heimamaður, þá forðast maður túrista-verslunargöturnar og fer að leita uppi aðra meira spennandi staði. Ég alveg heillaðist enn og aftur af borginni í dag, öll þessi sætu stræti með flottum öðruvísi búðum og kaffihúsum sem voru ekki troðfull af verslunaróðu fólki.

Veðrið er enn bara sumarveður eins og við þekkjum það, 15°c og milt og vetrarfötin enn niðri í kassa. Þó finnur maður að veturinn er ekki langt undan. Sumir spá köldum vetri eftir gott haust en það verður spennandi að sjá. Við erum alla veganna búin undir mun kaldari tíð en við höfum vanist undanfarin ár. Heilu 66° norður dressin bíða bara eftir að komast í notkun.

Annars er planið meira site-seeing á morgun - bara gaman að hafa mömmu og Berglindi :)

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Anna þú býrð bara til ferðahandbók um alla þessa skemmtilegu staði sem þú skoðar á meðan þú ert þarna. Svo gefuru hana út og græðir á tá og fingri.... pottþétt plan. Ég myndi alla vega kaupa hana :)
MAJA

Nafnlaus sagði...

Jii hvað þú ert dugleg að blogga. Maður má ekki missa úr dag þá eru bara komnar margar færslur. Frábært.

Linda Rós.